Sumarhús til leigu í Bláskógabyggð

Lambhagahús hafa til leigu sumarhús sem er staðsett við Lambhaga í landi Syðri-Reykja, Biskupstungum í Bláskógabyggð í um 98 km frá Reykjavík. Húsið er nýtt og vel búið húsgögnum og tækjum sem gera dvöl í því einstaklega ánægjulega.

 

Umhverfið: Þjónustumiðstöð eða verslun eru ekki í hverfinu en 6 km eru að Reykholti og þá eru 17 km til Laugarvatns annarsvegar og 20 km að Geysi hins vegar. Sundlaugar eru í Úthlíð, Reykholti, Minni-Borg, Laugarvatni og við Geysi.

Lambhagi 22 - sumarhús

Lambhagi 22

Húsnæðið: Húsið er um 87 m2 með þremur svefnherbergjum, stofu og eldhúsi ásamt 10 m2 útihúsi.

 

Húsið: Allir algengustu húsmunir og eldhúsáhöld fylgja. Svefnstæði eru fyrir sex, skilgreinast þannig tvö einstaklingsrúm (90x200) og tvö tvíbreið rúm (160x200) og eitt ferðabarnarúm. Átta sængur og koddar ásamt tveimur aukadýnum. Tvö sjónvörp, tveir DVD spilarar, útvarp, barnastóll, örbylgjuofn, handþeytari, vöfflujárn, ísskápur með frysti, uppþvottavél og þvottavél á baðherbergi. Áhöld til ræstinga, gasgrill og garðhúsgögn. Heitur pottur 1800 lítra sem rúmar vel sex manns.

Íslenska English

Upplýsingar :

Afþreying /áhugavert :

Hafa samband :

G.Th.Johannesson ehf

Lambhagahús

Vatnagarðar 14

104 Reykjavík

Sími/Tel: +354 517 8000

Fax: +354 517 8008

GSM/Mobile: +354 696 5700

Netfang/E-mail: info@lambhagahus.is

 

 

 

Valid XHTML 1.0 Strict